Aukafundur sveitarstjórnar Flóahrepps

Félagsheimilið Þingborg, Flóahreppi
Félagsheimilið Þingborg, Flóahreppi

Aukafundur sveitarstjórnar Flóahrepps verður haldinn í Þingborg föstudaginn 24.02.2023 kl. 9:00.

Í gildandi samþykktum um stjórn sveitarfélagsins Flóahrepps segir varðandi aukafundi sveitarstjórnar:

,,Aukafund skal boða ekki síðar en tveimur virkum dögum eftir að ósk þar um barst þeim er boða skal fund. Fundarboð skal berast sveitarstjórnarmönnum svo fljótt sem auðið er og ekki síðar en sólarhring fyrir fund. Fundarboði skal fylgja dagskrá fundar og þau gögn sem eru nauðsynleg til að sveitarstjónarmenn geti tekið upplýsta afstöðu til mála sem þar eru tilgreind."

Fundardagskrá verður send út síðar í vikunni. Næsti reglulegi fundur sveitarstjórnar verður svo þriðjudaginn 7. mars líkt og áður hefur verið auglýst.

 Sveitarstjóri