Vegna fyrri umræðu ársreiknings Flóahrepps verður aukafundur sveitarstjórnar mánudaginn 7. apríl kl. 17:00 í Þingborg.
Sveitarstjórn bókaði eftirfarandi á 316. fundi dags. 01.04.2025:
,,Endurskoðað fundarplan sveitarstjórnar vegna ársreiknings 2024
Þar sem ársreikningar hluta byggðasamlaga sem Flóahreppur er aðili að höfðu ekki skilað sér tímanlega fyrir fund sveitarstjórnar 1. apríl þá þarf að endurskoða fundarplan sveitarstjórnar í apríl-maí vegna tveggja umræðna um ársreikning Flóahrepps 2024.
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkir eftirfarandi fundaplan í apríl-maí:
- 7. apríl AUKAFUNDUR kl. 17:00 – Fyrri umræða Ársreiknings 2024
- 15. apríl Hefðbundinn fundur sveitarstjórnar FELLUR NIÐUR
- 6. maí Hefðbundinn fundur sveitarstjórnar kl. 17:00 - Síðari umræða Ársreiknings 2024
Sveitarstjóra falið að auglýsa breytingar á fundartímum sveitarstjóranar á heimasíðu sveitarfélagsins.
Samþykkt með 5 atkvæðum."
Sveitarstjóri