Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur.
Samkvæmt 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur aðalskipulagsbreytinga, tillaga nýs deiliskipulags auk skipulagslýsingar aðalskipulagsbreytingar:
- Reykholt; Stækkun iðnaðarsvæði I24; Aðalskipulagsbreyting - 2503016
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 19. mars 2025 skipulagslýsingu til kynningar sem tekur til breytingar á aðal- og deiliskipulagi í Reykholti. Í breytingunni felst breytt skilgreining á iðnaðarsvæði I24.
- Bergsstaðir lóð 2 L200941; Úr sumarhúsalóð í verslunar- og þjónustulóð; Aðalskipulagsbreyting - 2412011
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 19. mars 2025 að kynna tillöguna sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Svæðið sem breytingin nær til er Bergsstaðir lóð 2 L200941 sem er hluti af frístundabyggðinni Bergsstaðir (F84). Með breytingunni er lóðinni breytt í verslunar- og þjónustusvæði þar sem landeigendur áforma að bjóða upp á gistiþjónustu. Heildarstærð frístundabyggðarinnar (F84) er 55 ha sem minnkar sem nemur lóðarstærðinni og lóðin skilgreind sem nýtt verslunar- og þjónustusvæði. Skipulagssvæðið/lóðin er skráð 12.400 m2 og á henni stendur 65 m2 sumarhús.
- Ásgarður frístundasvæði; Landbúnaðarsvæði í verslun- og þjónustu; Aðalskipulagsbreyting - 2403091
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 19. mars 2025 breytingu aðalskipulags til kynningar sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032 er varðar skilgreiningu á verslunar- og þjónustusvæði í landi Ásgarðs. Tilefni breytingarinnar eru áform landeiganda um uppbyggingu ferðaþjónustu á staðnum. Annars vegar er um að ræða hótel með veitingastað og hins vegar frístundahús til útleigu. Samhliða er unnin tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til svæðisins.
- Skógarlundur L236998; Skógræktarsvæði; Verslunar- og þjónustustarfsemi; Aðalskipulagsbreyting - 2312032
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 19. mars 2025 breytingu á aðalskipulagi til kynningar sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. Svæðið sem breytingin nær til er Skógarlundur L236998. Í breytingunni felst að hluti af skógræktar- og landgræðslusvæðinu SL6 og landbúnaðarsvæði breytist í verslunar- og þjónustusvæði. Þar verður heimilt að vera með gistingu fyrir 192 gesti í allt að 70 gestahúsum. Einnig verður heimild fyrir þjónustubyggingar og skógrækt.
- Ásgarður; Herjólfsstígur 2-12 og Óðinsstígur 1; Verslunar- og þjónustusvæði; Nýtt deiliskipulag og óveruleg breyting á DSK frístundsvæðis - 2403093
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 19. mars 2025 að kynna deiliskipulag sem tekur til uppbyggingar á verslunar- og þjónustutengdri starfsemi í landi Ásgarðs auk óverulegrar breytingar á núverandi deiliskipulagi frístundabyggðar í Ásgarði. Breytingin er í samræmi við aðalskipulagsbreytingu sem lögð er fram samhliða deiliskipulagsbreytingu þessari og nær til lóða 2-12 við Herjólfsstíg, lóðar Óðinsstígs 1 og þjónustulóðar við Búrfellsveg. Í breytingunni felst að skilmálar fyrir lóðir við Herjólfsstíg 2-8 breytast að því leyti að þar er gert ráð fyrir frístundahúsum til útleigu. Herjólfsstígur 10 - 12, lóð við Óðinsstíg 1 og þjónustulóð við Búrfellsveg sameinast í verslunar- og þjónustulóð þar sem leyfilegt verður að reisa hótel/gistiheimili ásamt veitingastað og tilheyrandi þjónustumannvirkjum.
- Torfastaðir 1 L170828; Breytt skilgreining lands í verslun og þjónustu og nýtt efnistökusvæði; Aðalskipulagsbreyting - 2502086
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 19. mars 2025 að kynna breytingu aðalskipulags sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Svæðið sem breytingin nær til er Torfastaðir 1 L170828. Með breytingunni er annars vegar skilgreint nýtt verslunar- og þjónustusvæði, sem nær utan um um núverandi íbúðar- og útihús, og hins vegar er skilgreint nýtt efnistökusvæði. Í gildandi aðalskipulagi er svæðið flokkað sem landbúnaðarsvæði.
Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur aðalskipulagsbreytinga eftirfarandi skipulagsáætlana:
- Aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps; Skilmálabreyting; Skógrækt og frístundabyggð; Aðalskipulagsbreyting - 2408047
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. febrúar 2025 að auglýsa tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til nánari skilgreining á heimildum er varðar skógrækt í sveitarfélaginu auk þess sem skilmálum er varðar nýtingarhlutfall og uppbyggingu á frístundasvæðum er breytt.
- Kílhraunsvegur 1-56; Úr frístundabyggð í íbúðabyggð; Aðalskipulagsbreyting - 2311027
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 24. október 2024 breytingu aðalskipulags til auglýsingar sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Skeiða-og Gnúpverjahrepps er varðar Kílhraunsveg 1-56. Í breytingunni felst að landnotkun svæðisins breytist úr frístundabyggð í íbúðarbyggð. Málið var frestað á fundi sveitarstjórnar þann 5. júní 2024. Meðfylgjandi er nýr uppdráttur þar sem búið er að tilgreina svæði fyrir leikvöll, grenndarstöð og biðskýli fyrir skólabíl. Afgreiðsla Skipulagsstofnunar fyrir auglýsingu málsins er birt samhliða auglýsingunni.
Samkvæmt 41. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana og deiliskipulagsbreytinga:
- Laugardælur - hverfi; Nýr aðkomuvegur; Deiliskipulag - 2411053
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 18. mars 2025 að auglýsa nýtt deiliskipulag sem tekur til Laugardæla. Í deiliskipulaginu felst skilgreining nýs aðkomuvegar að Laugardælum frá mislægum gatnamótum við nýja brú yfir Ölfusá að austanverðu. Skilgreindir eru byggingarreitir og byggingarheimildir innan svæðisins auk þess sem gert er ráð fyrir skilgreiningu á nýju bíla- og rútustæði við Laugardælakirkju. Í gildi er deiliskipulag innan svæðisins sem tekur til tveggja lóða sem gert er ráð fyrir að falli úr gildi við gildistöku framlagðs deiliskipulags.
- Hallkelshólar lóð L168514; Fiskeldi; Deiliskipulag - 2406077
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 19. mars 2025 að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir fiskeldi að Hallkelshólum. Svæðið sem um ræðir er skilgreint sem iðnaðarsvæði I13 og landbúnaðarsvæði L2 í gildandi aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Heildarstærð deiliskipulagssvæðis er um 13,6 ha. Leyfi er fyrir allt að 135 tonna framleiðslu á laxaseiðum með 100 tonna hámarkslífsmassa. Markmið með gerð deiliskipulags er að heimila áframhaldandi uppbyggingu iðnaðarstarfsemi og íbúðir fyrir starfsfólk. Afmarkaðir eru byggingarreitir og settir skipulagsskilmálar vegna bygginga. Einnig eru settir rammar um mótvægisaðgerðir vegna mögulegra umhverfisáhrifa af starfseminni. Jafnframt er heimilt að byggja íbúðir fyrir starfsfólk.
- Heiðarbær við Þingvallavatn; Frístundabyggð; Deiliskipulag - 2206013
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 19. mars 2025 að auglýsa nýtt deiliskipulag frístundabyggðar Heiðarbæjar við Þingvallavatn. Markmið deiliskipulagsins er að hafa til staðar deiliskipulag sem gefur heildarmynd af svæðinu þar sem lóðarmörk, aðgengi og gönguleiðir eru skýrar. Jafnframt að fylgja eftir stefnu Bláskógabyggðar og Grímsnes- og Grafningshrepps um að til skuli vera deiliskipulag fyrir eldri frístundasvæði. Með deiliskipulagsgerðinni er unnið að því að samþætta lóðamörk, auka skilvirkni við umsýslu á lóðum ásamt því að ramma inn svæðið og nýtingu þess í heild og einstaka þætti þess s.s. innviði, náttúruvernd og aðgengi. Hættumat vegna ofanflóða hefur verið unnið fyrir tillöguna auk þess sem fyrir liggur höfnun á undanþágu vegna skilgreiningar byggingarreita frá Þingvallavatni og Grafningsvegi-Efri.
- Hvítárbyggð L238531, Hjálmholt; Frístundabyggð F22; Deiliskipulag - 2501073
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum, þann 18. mars 2025, deiliskipulag til auglýsingar sem tekur til hluta frístundasvæðis F22 innan aðalskipulags Flóahrepps. Skipulagið tekur til um 24 ha af svæðinu og á því gert ráð fyrir 20 frístundalóðum sem eru bilinu 10.480 - 12.934 fm að stærð. Gert er ráð fyrir heimild fyrir uppbyggingu frístundahúss, aukahúss/gestahúss og geymslu innan hverrar lóðar innan hámarksnýtingarhlutfalls 0,03.
- Kílhraunsvegur 1-56; Frístundabyggð í íbúðabyggð; Deiliskipulagsbreyting - 2403054
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. mars 2025 deiliskipulagsbreytingu sem tekur til Kílhraunsvegar 1-56 til auglýsingar. Í breytingunni felst að skilgreindu frístundasvæði er breytt í íbúðarsvæði. Samhliða er unnin breyting á aðalskipulagi sem tekur til svæðisins.
- Bakkahverfi L236382 við Álftavatn; Breyttir skilmálar; Deiliskipulagsbreyting - 2501051
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. febrúar 2025 breytingu á deiliskipulagi til auglýsingar. Um er að ræða breytingu á skilmálum í kafla 2.2. um hámarksstærðir bygginga á svæðinu. Nýtingarhlutfall er hækkað úr 0,03 í 0,05 til samræmis við breytta stefnu aðalskipulags er varðar nýtingarhlutfall á frístundalóðum sem er í kynningar- og auglýsingaferli.
Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Hverabraut 6, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is/. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna, www.blaskogabyggd.is, www.floahreppur.is, www.gogg.is, og www.skeidgnup.is.
Mál 1 - 6 innan auglýsingar er skipulagsmál í kynningu frá 27. mars 2025 með athugasemdarfresti til og með 18. apríl 2025.
Mál 7 - 14 innan auglýsingar eru skipulagsmál í auglýsingu frá 27. mars 2025 með athugasemdarfresti til og með 9. maí 2025.
Athugasemdum og ábendingum skal skila inn á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is undir viðeigandi máli. Einnig má koma á framfæri athugasemdum og ábendingum skriflega á skrifstofu UTU Hverabraut 6, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is.
Fyrirspurnir má senda á netfang UTU skipulag@utu.is.
Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi Umhverfis- og Tæknisviðs Uppsveita