AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

 

Ásahreppur, Flóahreppur og Grímsnes- og Grafningshreppur

 

Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt skipulagslýsing eftirfarandi skipulagsáætlunar:

  1. Minna-Mosfell L168262; Breytt landnotkun; Náma; Aðalskipulagsbreyting – 2410017 Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 16. október 2024 að kynna skipulagslýsingu sem tekur til skilgreiningar á efnistökusvæði innan lands Minna-Mosfells.

Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt niðurstaða sveitarstjórnar vegna eftirfarandi mála:

  1. Krækishólar lóð L166421; Breyttir skilmálar; Aðalskipulagsbreyting – 2405030

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 15. október 2024 óverulegar breytingar á aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029 er varðar íbúðarsvæði Krækishóla L166421. Í breytingunni felst nánari skilgreining á heimildum innan lóða er varðar aukahús tengd uppbyggingu íbúðarhúsa. Nánari skilgreining byggingarheimilda verði innan deiliskipulags svæðisins.

 

Niðurstaða sveitarstjórnar tilkynnist hér með.

 

  1. Klausturhólar gjallnámur L168965; Efnistaka Seyðishólum, náma E24; Framkvæmdarleyfi – 2302043

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 2. október 2024 framkvæmdaleyfi sem tekur til efnistöku úr Seyðishólanámu E24. Fyrirhugað er að taka 500.000 m3 af efni úr námunni á næstu 15 árum eða um 33.000 m3 á ári. Stærð námusvæðisins er 3,5 ha í dag og er áætlað að raskað svæði verði við áframhaldandi efnistöku í heild 4,4 ha. Leyfið er bundið ákveðnum skilyrðum sem fram koma innan greinargerðar sveitarstjórnar vegna útgáfu framkvæmdaleyfis.

 

Niðurstaða sveitarstjórnar tilkynnist hér með.

 

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga aðalskipulagsbreytingar eftirfarandi skipulagsáætlunar:

  1. Holtamannaafréttur L221893; Sigöldustöð; Efnistökusvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2405114

Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á fundi sínum þann 21. ágúst 2024 að auglýsa tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til skilgreiningar á nýju efnistökusvæði við aðrennslisskurð Sigöldustöðvar. Efni hefur verið tekið af svæðinu við framkvæmdir tengdar virkjunum og vatnsmiðlun, en náman er ekki á skipulagi. Efni úr námunni verður einkum nýtt við framkvæmdir í tengslum við fyrirhugaða stækkun Sigöldustöðvar. Stærð efnistökusvæðis verður um 1 ha og heimilt verður að vinna allt að 49.000 m3 af efni.

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Hverabraut 6, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is/. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna www.asahreppur.is, www.floahreppur.is og www.gogg.is

Mál 1 innan auglýsingar er skipulagsmál í kynningu frá 31. október 2024 með athugasemdafresti til og með 22. nóvember 2024.

Mál 2 – 3 eru tilkynningar um niðurstöðu sveitarstjórnar vegna óverulegrar breytingar á aðalskipulagi og samþykkt framkvæmdarleyfis.

Mál 4 innan auglýsingar er skipulagsmál í auglýsingu frá 31. október 2024 með athugasemdafresti til og með 13. desember 2024.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Hverabraut 6, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is. Bendum jafnframt á að málin eru aðgengileg á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is/.

 

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU