AUGLÝSINGAR UM SKIPULAGSMÁL

Flóahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur

 

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi aðalskipulagsbreytinga:

  1. Sandártunga; Skilgreining efnistökusvæðis; Aðalskipulagsbreyting – 2401008

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum 4. september 2024 að auglýsa tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Sandártungu í Þjórsárdal. Efni úr námunni verður einkum nýtt í fyrirhugaða færslu á hluta Þjórsárdalsvegar. Bæði er þörf á efni í veginn og einnig grjót í grjótvörn utan á hann. Hluti efnis verður nýttur í nýjan Búðaveg og eftir atvikum í aðrar framkvæmdir í sveitarfélaginu. Heimilað verður að taka allt að 200.000 m3 af efni á u.þ.b. 4 ha svæði.

  1. Þjórsárbraut 2, Stórholt; Landbúnaðarsvæði í verslun og þjónustu; Aðalskipulagsbreyting – 2401034

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum 2. júlí 2024 að auglýsa tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Þjórsárbrautar 2 í landi Stórholts. Samkvæmt núverandi staðfestu aðalskipulagi Flóahrepps er landið skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Er það ósk landeigenda að aðal- og deiliskipulagi svæðisins verði breytt þannig að hluti lóðarinnar Þjórsárbraut 2 (3,21 ha), verði ætlað undir verslun- og þjónustu. Innan reitsins verði heimilt að reisa um 350 fm þjónustuhús þar sem jafnframt er heimilt að hafa 4 - 5 gistirými fyrir samtals um 20 gesti og um 30 - 40 gestahús til útleigu, sem eru um 30 fm hvert fyrir samtals um 60 - 80 gesti. Enn fremur er heimilt að reisa um 200 fm íbúðarhús/starfsmannahús og um 200 fm aukahús, s.s gestahús, gróðurhús, hesthús og/eða geymslu/skemmu. Athugasemdir bárust við breytinguna innan umsagnar Skipulagsstofnunar við málið og fylgir hún því tillögunni í auglýsingu.

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Hverabraut 6, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is/. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna www.floahreppur.is og www.skeidgnup.is

Mál 1-2 innan auglýsingar eru skipulagsmál í auglýsingu frá 3. október 2024 með athugasemdafresti til og með 15. nóvember 2024.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Hverabraut 6, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is. Bendum jafnframt á að málin eru aðgengileg á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is/.

 

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU