- Fréttir
- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf og menning
- Flóahreppur
- Hafa samband
- English
- Viðburðadagatal
Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Samkvæmt 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur eftirfarandi skipulagsáætlana :
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps á samþykkti á fundi sínum þann 3. apríl 2024 að kynna tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029 er varðar Kílhraunsveg 1-56. Í breytingunni felst að landnotkun svæðisins breytist úr frístundabyggð í íbúðarbyggð.
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 8. apríl 2024 að kynna tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til landskikans Grímsskjól L236179 úr landi Hallanda í Flóahreppi. Svæðið skiptist í tvo hluta um Engjalæk sem þverar skikann. Á syðri skikanum eru afmarkaðar sex smábýlalóðir þar sem heimilt verður að stofna lögbýli, byggja upp bæjartorfur og stunda hvern þann búskap sem heimilt er á landbúnaðarlandi samkvæmt aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Samkvæmt 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt samþykkt framkvæmdaleyfis.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 20. mars 2024 grenndarkynningu útgáfu framkvæmdaleyfis vegna efnistöku úr námu E24, Seyðishólum. Fyrirhugað er að taka 500.000 m3 af efni úr námunni á næstu 15 árum eða um 33.000 m3 á ári. Stærð námusvæðisins er 3,5 ha í dag og er áætlað að raskað svæði verði við áframhaldandi efnistöku í heild 4,4 ha. Málið hefur verið sent út til grenndarkynningar með athugasemdafrest til 8. maí 2024. Gögn og efni kynningarinnar má nálgast á skipulagsgátt skipulagsstofnunar undir máli nr. 404/2024. Það tilkynnist hér með.
Samkvæmt 41.gr. og 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana og breytinga:
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 3. apríl 2024 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags er varðar land Bergsstaða L189399 í Bláskógabyggð. Landið er skráð 18,6 ha í landeignaskrá HMS. Deiliskipulagið heimilar byggingu á íbúðarhúsi, gestahúsi og þremur gestahúsum fyrir ferðaþjónustu og útihús/skemmu. Skipulagið nær til alls landsins og aðkomu að því frá Einholtsvegi (nr. 358). Landið er óbyggt.
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 4. apríl 2024 að auglýsa tillögu deiliskipulagsbreytingar sem tekur til breytinga á deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Holtabyggðar í landi Syðra-Langholt IV. Í breytingunni felst að í stað nýtingarhlutfalls lóðar að 0,03 er skilgreint hámarksbyggingarmagn allt að 170 fm. Auk þess er gert ráð fyrir að hús megi vera á tveim hæðum eða á einni hæð með svefnlofti. Samkvæmt umsókn telst breytingin í takt við núverandi byggð svæðisins.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 3. apríl 2024 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til athafnasvæðis svínabúsins í Laxárdal 2 L166575 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Uppbygging svínabúsins í Laxárdal 2 hefur staðið yfir síðan árið 1979. Innan skipulagsmarka hér er að finna öll þau mannvirki Laxárdals 2 sem tilheyra búrekstrinum. Íbúðarhús eigenda búsins eru utan skipulags (Laxárdalur 2C og Laxárdalur 2B). Markmiðið með gerð þessa deiliskipulags er að setja ramma utan um starfsemi búsins og skilmála um framtíðaruppbyggingu. Skilmálar deiliskipulagsins heimila búrekstur sem telur 260 stæði fyrir gyltur og 1.990 stæði fyrir alisvín yfir 30 kg.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 3. apríl 2024 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til áningarstaðar fyrir ferðafólk við Þjóðveldisbæinn í Þjórsársdal. Markmiðið með gerð þessa deiliskipulags er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Innan skipulagsins eru afmarkaðar tvær lóðir og byggingareitur fyrir þjónustuhús. Skipulagssvæðið er um 6,7 hektarar að stærð og er innan þess gert ráð fyrir nýrri aðkomu.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. apríl 2024 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til afmörkunar byggingareits fyrir uppbyggingu frístundahúss innan jarðar Suðurkots L168258. Innan skipulagsins er gert ráð fyrir heimild fyrir frístundahúsi á einni hæð ásamt gestahúsi/geymslu.
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. apríl 2024 að auglýsa tillögu deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Lækjarholts 1 og 2. Í breytingunni felst uppfærsla á staðföngum auk þess sem skilgreindir eru byggingarreitir fyrir 7 gistihús í landi Lækjarholts 4.
Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is/. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna www.blaskogabyggd.is, https://www.floahreppur.is/ , https://www.gogg.is/, https://www.fludir.is/ og https://www.skeidgnup.is/
Mál 1-3 innan auglýsingar eru skipulagsmál í kynningu frá 11. apríl 2024 með athugasemdafresti til og með 3. maí 2024.
Mál 4 innan auglýsingar er tilkynning um mál sem er í grenndarkynningu. Athugasemdafrestur við kynninguna er til 8. maí 2024.
Mál 5 - 10 innan auglýsingar eru skipulagsmál í auglýsingu frá 11. apríl 2024 með athugasemdafrest til og með 24. maí 2024.
Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is. Bendum jafnframt á að málin eru aðgengileg á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is/.
Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU