Ársreikningur Flóahrepps 2023 samþykktur í sveitarstjórn

Mynd: SBS
Mynd: SBS

Á fundi sveitarstjórnar þann 14. maí 2024 var ársreikningur Flóahrepps 2023 tekin fyrir til síðari umræðu. Fyrri umræða um ársreikninginn fór fram í sveitarstjórn þann 7. maí 2024.

Niðurstaða ársreiknings Flóahrepps fyrir árið 2023 er um 119 milljónum kr. betri en áætlun ársins gerði ráð fyrir en rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 105,5 millj. kr., Fjárhagsáætlun með viðaukum gerði ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu um 13,3 millj. kr. frá samstæðu. 

Hér má sjá nokkrar lykiltölur úr ársreiningi Flóahrepps 2023 þegar horft er á A og B hluta:

Samkvæmt ársreikningi sveitarfélagsins námu rekstrartekjur 1.190 millj.kr. 

  • Veltufé frá rekstri nam 154,9 millj. kr.
  • Bókfært verð eigna sveitarfélagsins nam 1.179,1 millj. kr. í árslok 2023
  • Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 819,5 millj. kr.
  • Skuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins námu samtals 359,6 millj. kr. í árslok.
  • Handbært fé í árslok var 279 millj. kr.
  • Fjárfestingar á árinu 2023 námu 97,7 millj. kr í A og B hluta. Stærsti hluti fjárfestinga var í vatnsveitu sveitarfélagsins.
  • Skuldahlutfall sveitarfélagsins í árslok 2023 nam 30,2% í A og B hluta en það er langt undir leyfilegu hámarki.
  • Rekstrarjöfnuður á þriggja ára tímabili (2021-2023) er jákvæður um 99,3 millj. kr. í A og B hluta.
  • Hlutfall launa og launatengdra gjalda af rekstrartekjum í A og B hluta nemur 50,7% en áætlun gerði ráð fyrir 54,7%.

 

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2023 samhljóða á fundinum og staðfesti með áritun sinni. 

Niðurstöður ársreiknings 2023 sýna góða stöðu sveitarfélagsins og eru gott veganesti inn í komandi framkvæmdir við Flóaskóla, uppbyggingu við Þingborg og áframhaldandi uppbyggingu innviða svo sem vatnsveitu.

Sveitarstjórn vill þakka stjórnendum og starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir þeirra mikilvæga framlag er varðar ábyrga rekstrarstjórnun innan deilda sveitarfélagsins og gott utanumhald og eftirlit.

Fundargerð frá fundinum má nálgast hér: Fundargerð 297. fundur