- Fréttir
- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf og menning
- Flóahreppur
- Hafa samband
- English
- Viðburðadagatal
Nú hefur ársreikningur Flóahrepps fyrir árið 2022 verið samþykktur og undirritaður af sveitarstjórn Flóahrepps.
Helstu niðustöður úr ársreikningi eru þær að rekstrartekjur A og B hluta á árinu 2022 numu samtals 1.041,8 millj. kr., en þar af námu rekstrartekjur A hluta 1.010,2 millj. kr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 11,9 millj. kr., en í A hluta var rekstrarniðurstaðan jákvæð um 8,0 millj. kr.
Veltufé frá rekstri A og B hluta nam 52,9 millj. kr., en 37,5 millj. kr. í A hluta.
Bókfært verð eigna sveitarfélagsins nam 1.056,3 millj. kr. í árslok 2022, eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 710,6 millj. kr. og skuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins námu samtals 345,7 millj. kr. í árslok.
Skuldahlutfall sveitarfélagsins í árslok 2022 nam 33,2%.
Rekstrarjöfnuður sveitarfélagsins 2020-2022 var neikvæður um 5,9 millj. kr.
Sveitarfélagið innleiddi á árinu 2022 reglugerðarbreytingu nr. 230/2021 á 20. gr. reglugerðar nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga. Breytingin felur í sér að samstarfsverkefni eru nú færð inn í samantekin reikningsskil sveitarfélagsins miðað við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélagsins á rekstri samstarfsverkefnanna. Í ársreikningnum er hlutdeild sveitarfélagsins í einstökum liðum rekstrar og efnahags þessara samstarfsverkefna færð til samræmis við ábyrgð sveitarfélagsins. Í ársreikninginum hefur samanburðarfjárhæðum við árið 2021 verið breytt til samræmis.
Ársreikning sveitarfélagsins má finna hér: Ársreikningur 2022