- Fréttir
- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf og menning
- Flóahreppur
- Hafa samband
- English
- Viðburðadagatal
Sveitarstjórn Flóahrepps ákvað í undirbúningi fjárhagsáætlunar 2023 að gera þá breytingu að fjölga gjalddögum fasteignagjalda 2023 sem eru yfir 60.001 kr um einn og því dreifast þau gjöld á 10 gjalddaga í stað 9 eins og áður var. Fyrsti gjalddagi á greiðslum yfir 60.001 kr er 1. febrúar. Greiðslur 20.000 kr og lægri eru áfram með 1 gjalddaga þann 1. mars og greiðslur á bilinu 20.001 kr – 60.000 kr eru á þremur gjalddögum eða 1. mars, 1. maí og 1. júlí. Athugasemdir vegna álagningarseðils berist til skrifstofu Flóahrepps.
Athygli er vakin á því að Flóahreppur sendir ekki út greiðsluseðla né álagningarseðla í bréfapósti. Greiðsluseðlar birtast í heimabanka undir rafrænum skjölum og álagningarseðlarnir eru aðgengilegir á www.island.is. Hægt er að óska eftir álagningarseðli og greiðsluseðli með því að hafa samband við skrifstofu sveitarfélagsins.