Leitað er að einstaklingi sem vill ganga til liðs við samhentan hóp starfsfólks þar sem áhersla er lögð á samstarf og samvinnu. Um er að ræða starf í 70-80% . Gildi skólans eru hugur, hjarta, hönd. Skólinn er Grænfánaskóli og leggur áherslu á hollustu og heilbrigði.
Nemendur fá morgunhressingu og heitan hádegismat í skólanum.
Skólastarf í Flóaskóla miðar að því að efla hvern einstakling í námi og starfi með fjölbreyttum
kennsluaðferðum og einstaklingsmiðaðri nálgun.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi
stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til og með 15. maí 2025, ráðið er í starfið frá 15. ágúst næstkomandi.
Nánari upplýsingar veitir Þórunn Jónasdóttir skólastjóri í síma 7718342 eða í netfangi thorunn@floaskoli.is. Sótt er um gegnum alfred.is.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almenn störf í eldhúsi svo sem undirbúningur og frágangur morgunverðar og
hádegisverðar
- Uppvask og þrif
- Afleysing matráðar
- Þjónusta við nemendur og starfsfólk
- Önnur verkefni sem matráður og skólastjóri fela viðkomandi
- Unnið undir stjórn matráðar
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af sambærilegu starfi ef kostur er
- Þekking og áhugi á næringargildi og hollustu í matargerð
- Góð íslenskukunnátta
- Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæði og frumkvæði í starfi
- Sveigjanleiki og skipulagshæfni
- Hreinlæti og snyrtimennska
- Stundvísi og áreiðanleiki